top of page
DJI_0395_edited.png
Stafverk: Welcome
Stafverk: Services

ÍSLENSKA STEINHÚSIÐ

Við bjóðum vönduð steypt mannvirki úr forsteyptum filigran einingum

Stafverk sérhæfir sig í forsteyptum filigran veggeiningum og forsteyptum loftaplötum. Veggeiningarnar okkar eru samsettar úr tveimur steyptum plötum sem mynda skel með holrými á milli. Þegar búið er að koma einingunum fyrir er staðsteypt inn á milli veggeininganna svo úr verður gegnheill steyptur kjarni. Með þessu móti færðu sambærilegan vegg og hefðbundinn staðsteypta vegginn. Öll hús og mannvirki úr einingunum frá Stafverk eru því bæði forsteypt og staðsteypt. Þannig tekst að sameina kosti þessa mismunandi byggingaraðferða.

Þannig fást verksmiðjuframleidd steypugæði og spegilsléttir veggir ásamt þeim vinnuhraða og sparnað sem forsteyptar einingar bjóða uppá - lágmarks vinna á verkstað

Einingarnar sem við bjóðum upp á eru framleiddar af samstarfsaðilum okkar í Þýskalandi og Belgíu þar sem fylgt er ýtrustu gæðakröfum og eftirliti sem hefur þegar sannað sig við íslenskar aðstæður. Verksmiðjurnar eru gæðavottaðar og útbúnar nýjustu tækni og sjálfvirkni sem tryggir staðlaða framleiðslu í hæsta gæðaflokki.

Við hjá Stafverk bjóðum samhliða því sérhæfða ráðgjöf og alhliða þjónustu við alla hönnun, uppsetningu og uppsteypu eininganna - allt frá burðarþolshönnun, eininga- og framleiðsluteikningar, lagnateikningar og samsetningaráætlun.

Einingarnar afhendast fullfrágengnar að utan og innan með sléttri steyptri stálmóta áferð. Hægt er að fá útveggjaeiningarnar með eða án innsteyptri einangrun.

Við bjóðum tilbúnar lausnir fyrir íslenskar aðstæður þar sem vinna á verkstað er í algjöru lágmarki - Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

Þessar einingar bjóða þannig upp á margreynda íslenska tækni sem er staðsteypt hús og mannvirki í sambland við alla kosti forsteyptra eininga. Þessi mannvirki sem best hafa staðið af sér tímans tönn á Íslandi. Mannvirki úr steinsteypu.

Stafverk: About
bottom of page